fimmtudagur, október 04, 2007

Verð að halda (blogg)dampi

Takk fyrir allar afmæliskveðjur :)
Þar sem ég var í prófi á afmælisdaginn minn (sem n.b. gekk bara ljómandi vel aldrei þessu vant) ákváðum við Jonas að vera ekkert að halda neina veislu um helgina en gáfum hvort öðru lúxushelgi á hóteli í afmælisgjöf :)
Svo um leið og ég var búin í prófinu keyrðum við til Arild þar sem við fórum í spa og borðuðum æðislega 5 rétta máltíð og kampavín og súkkulaði uppi á herbergi og langan góðan göngutúr á afmælisdaginn hans Jonasar og komum mjög inspireruð heim á laugardagkvöldinu. svo inspireruð að við buðum slatta af fólki í kaffi á sunnudeginum.
Kannski fullinspireruð þar sem Jonas fór á æfingu á sunnudagsmorgninum og kom ekki heim fyrr en rúmlega þrjú en það var einmitt þá sem gestirnir komu... ég þurfti s.s. að þrífa, ákveða hvað ég ætlaði að baka, versla, baka og leggja á borð og svoleiðis. Svosem alveg geranlegt en hefði kannski verið gáfulegra að byrja fyrir 12 að hádegi... á e-n undraverðan hátt hafðist þetta nú samt allt saman og úr varð fínasta kökuboð.
Vikan hefur svo verið óvenjuþreytt, ætli við höfum ekki bara sofið of mikið um helgina! Ég fékk heldur betur að gjalda fyrir það í dag, mætti mínútu of seint í tilraun og var sett í hóp með strákunum :( það væri svosem alveg mjög þolanlegt ef 50% strákanna væri ekki óþolandi hollendingurinn!!
Ég lifði þetta svosem af þó ég hafi ekki beint skemmt mér vel. Hef þó alla vega lært af reynslunni og ætla aldrei aftur að mæta of seint í tilraun!
Ég svíf enn á bleiku skýi eftir helgina (og prófið sem gekk vel) og á þess vegna eftir að lesa 50 blaðsíður fyrir tíma í fyrramálið. Því miður ekki hægt að fresta því lengur.
Verð víst að halda dampi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home