þriðjudagur, júní 26, 2007

Næsta

Pabbi stóð undir væntingum... eins og við mátti búast ;)
Nú eru foreldrarnir hins vegar farnir og maður myndi halda að allt væri að komast í eðlilegt horf. Óþarfi samt að halda að mér leiðist nokkuð hér! Hef verið að hjálpa Bryndísi og Sigurjóni að koma dótinu sínu í gám og þrífa (þau eru að flytja heim) síðustu tvo daga eða síðan mamma og pabbi fóru. Svo er ég líka byrjuð að setja okkar dót í kassa því það styttist í að við fáum okkar íbúð afhenta :)
Svo hef ég keypt flugmiða fyrir mig heim í ágúst. ég kem 5. ágúst og fer til baka 20.
Öllum velkomið að skemmta mér á þessum 2 vikum :)
Svo er það annað: er nokkur ástæða fyrir mig að taka básúnuna með mér heim fyrir þessar 2 vikur? Þurfið ekkert að segja mér ða ég geti nú alveg sleppt því að æfa mig þessar 2 vikur (ég veit
sjálf að það færi sko ekkert með "formið" sem ég er í ;)) en spurningin er eiginelga meira; eruð þið með gigg fyrir mig á þessum 2 vikum??
Bara að spá...
Við Jonas erum að fara að hitta Gróu um helgina! Ætlum að keyra til Arvika og hlusta á Gróu spila með Orkester Norden. Það verður gaman.
Annars er ég öll lurkum lamin eftir flutningana (hjá Br. og Si.) langt síðan ég hef unnið e-a líkamlega vinnu :Þ
Farin að sofa

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að sjá þig sys!
Hurðu þú mátt spila fyrir mig á básúnuna;) he he nei nei mín vegna máttu geyma hana í Svíþjóð.
Ps. Kjóllinn var rosa flottur en bara vitlaust númer:(

27 júní, 2007 00:42  

Skrifa ummæli

<< Home