þriðjudagur, júní 19, 2007

Alein heima

Það hefur nú bar ekki gerst í háa herrans tíð... finnst mér alla vega.
Hrefna farin heim, mamma í pössun hjá Birnu frænku, pabbi enn á fundum í Danmörku og Jonas í vinnunni. Það mætti mér reyndar köttur þegar ég kom upp á mína hæð. Hann á heima hérna beint á móti og ég gerði þau mistök að tala vinarlega við hann. Hann tók ekkert annað í mál en að koma í heimókn til mín svo það tók mig dágóða stund að koma honum út.
Uppgvötvaði svo að ég gleymdi lyklunum í skránni og hef enn ekki sótt þá því ég nenni ekki að berjast aftur við köttinn :Þ
Verð reyndar að fara að leggja til atlögu því ég á pantaðan þvottatíma fyrir korteri...
Ef ég er heppin eru eigendurnir komnir heim...
Annars hefði kannski verið fallegt af mér að skrifa e-ð merkilegt þegar það er svona langt síðan ég hef skrifað...
Þýskaland var alla vega stuð, Tékkland stuð, Hrefna stuð, mamma stuð, býst við að Pabbi verði stuð og vona innilega að pakk verði stuð og veggfóðursniðurrif sömuleiðis...
ef ekki þá verður alveg örugglega Íslandsferð í ágúst stuð. Endilega komið með tillögur að hvenær ég á að vera á Íslandi í ágúst!

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ ég er með mjög góða tillögu:) Var að komast að því að ég á svo marga sumarfrísdaga inni að ég er búin að taka mér aukafrí um miðjan ágúst svona ca. 15-25 ágúst svo endilega komiði þá og chillið með okkur GA. Hún á svo náttúrulega afmæli 20. ágúst svo það er enn önnur ástæðan til að koma á þessum tíma;)

19 júní, 2007 19:05  
Anonymous Nafnlaus said...

Guðrún + Jonas + jarðarber stuð :) Takk fyrir mig og komdu bara í heimsókn til mín í sveitina hvenær sem þér þóknast að koma til Íslands!

19 júní, 2007 19:32  
Blogger Guðrún said...

Hjómar ve HM!
Þyrftum samt að fara til baka akkúrat í kring um 20. held ég.

20 júní, 2007 00:04  
Anonymous Nafnlaus said...

Pabbi er alltaf stuð

FRH

20 júní, 2007 00:17  
Blogger Sigrún Helga Lund said...

1. til 31. ágúst ;)

20 júní, 2007 16:00  
Anonymous Nafnlaus said...

fyrri part agust eg fer ut um midjan

20 júní, 2007 21:13  
Blogger Guðrún said...

hvernig hljómar þá 6.-19. ágúst? (þarf að fara til baka til að hjálpa til við undirbúning á 60 afmælinu hjá tengdó)

20 júní, 2007 23:23  
Anonymous Nafnlaus said...

Samþykkt!!;) Ég verð í fríi meira og minna á þeim tíma.

22 júní, 2007 22:37  
Anonymous Nafnlaus said...

Samtykkt:)

23 júní, 2007 21:34  

Skrifa ummæli

<< Home