föstudagur, júní 29, 2007

Góð hugmynd Guðrún!

Af einhverri ástæðu þótti mér góð hugmynd að kaupa eldrauðan hárlit í Tékklandi.
Fékk svo þessar snilldar hugmynd að það væri nú upplagt að nota hann núna um helgina!?! Svo núna er ég með appelsínugult hár á leið að heimsækja Gróu í Orkester Norden, góð hugmynd Guðrún!
Hlakka annars til að fara í útilegu :) Við Hrefna gistum eina nótt þegar hún var hér og það var alveg meiriháttar! Ekki spillti veðrið og hvað þá frönsku pulsubrauðin og kjaftasögurnar ;)
Það er allt útlit fyrir rigningu í þessari ferð og maturinn er mun civiliseraðri. Enég er þó með gulrótarlitað hár!!

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já útilegan var góð... :)
Einhvern veginn er ég ekki neitt rosalega hissa á að liturinn hafi ekki alveg virkað sem skyldi...Verð eiginlega að viðurkenna það. Er samt alveg viss um að þú ert svaka skutla með appelsínugult hár!
Ekki brenna ykkur á siviliseraða grillinu ;)

29 júní, 2007 15:12  
Blogger Sigrún Helga Lund said...

Velkomin í hópinn! Ég var einmitt með appelsínugult hár á milli jóla og nýárs 1999 ;)

Það kom að vísu þegar ég reyndi að lita hárið á mér ljóst... það er kannski einhver ástæða fyrir rauðhærðu dóttur minni :)

Ég legg til að þú notir tækifærið Guðrún og prófir að vera artí-fartí-flipp-týpan í nokkra daga. Klæðir þig í ljósaskerma og gardínur. Sendir mér svo myndir til að hlægja að... -díll? ;)

29 júní, 2007 16:28  
Anonymous Nafnlaus said...

Hí hí hí, ég varaði þig við systir góð;)
Man einmitt að Ásta var með appelsínugult hár fyrir svona 15 árum þegar hún hafði reynt að lita á sér hárið rautt.
Sammála Sigrúnu, notaðu tækifærið og vertu í einhverju appelsínugulu og flippuðu í stíl við hárið....

30 júní, 2007 01:04  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég vil mynd ! ! ! ! !

Þóra Marteins

30 júní, 2007 02:00  
Blogger Guðrún said...

Híhí!
ég hef nú aðalega líkst Línu Langsokk síðustu daga! Klikkaði alveg á artí fartí lúkkinu (að ég skuli hafa verið í MH...). Það sorglega er að ég er næstum farin að venjast þessu! Engar áhyggjur ég kem sko EKKI svona heim til Íslands ;) Skelli kannski inn mynd við tækifæri :Þ

02 júlí, 2007 14:59  
Anonymous Nafnlaus said...

hi, gvudrun.blogspot.com!
[url=http://cialisdec.fora.pl/] cialis kaufen ohne rezept[/url] [url=http://cialisded.fora.pl/] cialis kaufen [/url] [url=http://cialisdee.fora.pl/] cialis bestellen ohne rezept[/url] [url=http://cialisdef.fora.pl/] cialis bestellen [/url] [url=http://cialisdeg.fora.pl/] cialis online[/url] [url=http://cialisdeh.fora.pl/] cialis bestellen rezeptfrei[/url]

26 nóvember, 2009 17:05  

Skrifa ummæli

<< Home