mánudagur, mars 19, 2007

Nýi sófinn kominn


Ekki séns að ég standi upp úr sófanum næstu mánuðina!

En fyrst ég er orðin svona ótrúlega flink í myndunum set ég líka inn eina mynd sem var tekin fyrir grímuballið í kirkjuskólanum
', ég var bara svon ótrúlega flott að þið verðið eiginlega að fá að sjá mig frá fleir sjónarhornum

Ef þið hafið ekki fattað það nú þegar, þá var ég sko íþróttatröllið.
Ég er komin í algjört myndastuð best ég skelli inn mynd af gullskónum góðu sem voru bara notaðir einu sinni
Og ein mynd af efripart kjólsins... og Jonas fær að fljóta með
Brúðhjónin voru svosem ágæt líka, sjáið hvernig ég brúðurin erum sammála í litavalinu, þess má geta að hún var líka í gullskóm, brúðgumin var hins vegar í ferlega hipp og kúl skóm með appelsínugulum röndum á hliðunum. Móðir brúðgumans hélt hann væri í strigaskóm!

Mig langar nú eiginlega pínulítið til að birta fínu myndirnar sem Jonas tók af okkur systrunum í tæplega 10 ára gömlum jólasveinanáttfötum sem við fengum frá jónu frænku og Mossa... held að síðunni yrði lokað þá, myndin var tekin kl 7 um morgun ef ég man rétt og já, ég minntist víst á að þeir eru næstum 10 ára gamlir... sendi þér þær bara í pósti Hulda Magga mín ;)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

En gaman að sjá myndir :) Nýji sófinn ekkert smá flottur og gullskórnir náttla æði, hefðu þeir ekki bilað... ;)

19 mars, 2007 18:39  
Anonymous Nafnlaus said...

Fjúff, eins gott fyrir þig að setja ekki náttkjólamyndirnar inn hér!!!!

19 mars, 2007 23:03  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja lati bloggari á ekkert að fara að setja nýja færslu inn???

29 mars, 2007 00:55  

Skrifa ummæli

<< Home