fimmtudagur, mars 15, 2007

vantar titil

Vildi óska þess að ég gæti sagt að bloggleysi stafaði af einskærri samviskusemi. Þ.e. að ég eyddi bara öllum deginum í próflestur, líkamsrækt og heimilisstörf og mætti bara ekki vera að því að kveikja á tölvunni! Ekki alveg þannig. Ég er búin að vera dugleg að hanga í tölvunni, bara ekki nennt að blogga. Ekki búin að vera neitt sérstaklega dugleg við lestur, ásættanlega dugleg í ræktinni og ekki snert heimilisstörf síðan ég veit ekki hvenær!
Þetta er samt allt að koma. Skrapp í búð áðan og það ekki þessa beint fyrir neðan hjá mér (sem er okurbúlla, fór í ódýrari búð og fékk hreyfingu). Setti meira að segja líka í 2 þvottavélar (heimilisstörfin sko) , er að blogga og er bara búin að vera þokkalega duglega að læra... alla vega miðað við aldur og fyrri störf. Svo er ætlunin að læra slatta í kvöld, gera gömul próf og svona því að á morgun er spurningatími í skólanum og svo eru bara örfáir dagar í próf! Þetta reddast nú eins og venjulega en það hefði nú verið ágætis tilbreyting að fá VG ("vel náð") en ekki bara G (náð). Geri það bara næst...
Við fengum ekki húsið, e-ð moldríkt fólk stal því frá okkur... það voru alla vega e-r sem voru greinilega tilbúnir að borga heilli íslenskri milljón meira en við fyrir þetta. En við höldum bara áfram að skoða, erum að fara að skoða 2 íbúðir um helgina sem koma vel til greina!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home