föstudagur, júlí 28, 2006

smá helgarúttekt... önnur tilraun

Fyrst ég var með þessar yfirlýsingar um skemmtani helgarinnar er eins gott að gefa skýrslu... alla vega fyrir Önnu Siggu ;)Jebbs, á föstudgaskvöldið hitaði ég upp með a fara í 12 ára afmæli til frænku minnar. Var komin úr vinnunni klukkan 17:30 og lagði af stað um 18:30, þá búin að fara í sturtu, blása hárið á mér skvísulega slétt og fá lánuð skvísuföt af mömmu minni (!?!). Ég náði nú ekki að setja upp andlitið almennilega en kláraði það á áfangastað (með aðstoð skvísufrænkna sem lánuðu maskara...). Það er greinilegt að ég hef verið spennt fyrir kvöldinu því flestir í fjölskyldunni trúðu því nú ekki að ég væri svona fín bara fyrir fjölskylduboð... sem var líka rétt... klukkan 22 tókst mér að slíta mig úr boðinu (það var mikið stuð!) og stóra systir skutlaði á Ölver. þar vorum við fjórar, 3 sænskar (að mér meðtaldri... hinar eru jafnsænskar og ég) og ein vinkona afmælisbarnsins. Hún er fastagestur á staðnum og fékk sörveraðan drykk á borðið, þurfti ekki einu sinni að panta! Við hinar urðum nú bara að fara á barinn og panta... nema hvað, fáir á öÖlveri aðrir en nokkrir eldri karlar 8sem æltuðu sko ekkert að syngja í karókí!) og ég varð bara stressaðri og stressaðri með hverri mínútunni! Skemmst er frá því að segja að ég tók nú 3 lög en var ekki að fíla mig nógu vel... komst líka að því að e´g kann engin lög, maður verður nú bara að undirbúa sig fyrir næsta skipti! Svo þegar karókíið hætti kl 2 fóru allir heim nema ég sem fór niður í bæ að hitta Gróu... hún var alveg að koma... ég beið í dágóða stund. Að sjálfsögðu gat ég ekki staðið niðri í bæ eins og illa gerður hlutur svo ég gekk svona hálf fram og til baka og reyndi að líat út fyrir að vera á leiðinni einhvert og á sama tíma horfði ég í kringum mig og reyndi að þekkja e-n... ég þekkti akkúrat engan. Í þessari desperat göngu minni komst ég hins vegar á sjens með lögræðingi sem hafði verið með matarboð um kvöldið og gerði mér góðan díl. Við færum saman heim í leigurbíl, hann átti fullt af áfengi og nautalundir og æðislega sósu. Svo væri haldið alvöru Vesturbæjarpartí og hann myndi meira að segja borga leigubílinn fyrir vinkonu mína, enda lögfræðingur! Þrátt fyrir gott tilboð gat ég ekki gengið að því að þessu sinni. Ég hitti svo Gróu og við skemmtum okkur ágætlega og svo svaf ég nokkra klukkutíma hjá Sigrúnu. Stal mér svo bounty í morgunmat hjá henni og skónnum hennar og tók strætó heim. Laugardagurinn fór í afslöppun (þynku... eftir 3 drykki!!) en það átti sko heldur betur að taka hressilega á því á laugardagskvöldinu með gróu! Hún hafði hins vegar sofið enn minna um nóttina en ég svo það varð nú bara kaffihúsaferð í Alþjóðahúsið (mjög notalegt) og spjall. Þannig ég var nokkuð hressari á sunnudagsmorgninum og bakaði fullt af bollum með múttu sem slógu svo rækilega í gegn upp í sumó seinni partinn. Jábbs, þannig var helgin, sú næstsíðasta sem ég er í fríi þetta sumarið. S.s. ein helgi eftir... og í augnablikinu lítur út fyrir að hún fari í stærðfræðilærdóm :(Næsta helgi sem nálgast sem óð er líka þétt. Vinna báða dagana (stofutónleikar á Gljúfrasteini, Jón Sigurðsson, fínasti píanisti spilar Bach og Mozart og Strauss ef ég man rétt, sunnudag kl 16 500 kr inn), brúðkaupsspilamennska og tvö afmæli. Hlakka til.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

03 ágúst, 2006 12:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

09 ágúst, 2006 10:30  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

15 ágúst, 2006 23:56  

Skrifa ummæli

<< Home