þriðjudagur, júlí 18, 2006

Mér leiðist!

Og ég sem hélt að Ísland yrði eitt stórt partý!
Það er þó ekki með öllu slæmt að mér leiðist, það veldur því að ég hef gert ýmislegt, og ætla að gera ýmislegt sem ég hefði aldre gert annars.
Ég fer í sund og syndi so gott sem á hverjum degi.
Ég er byrjuð að æfa mig á gítar (!?!!?) fyrir sunnudagaskólann í vetur! Enn sem komið er, er tikkítikkítaaaa... eina lagið sem ég hef spilað (með pásu í hljómaskiptunum).
Ég er að bíða eftir stærðfræðibókunum mínum svo ég geti lesið upp það sem ég trassaði í vetur og náð prófinu með stæl í haust :)
Ég er búin að vera að vesenast fram og til baka í skólamálunum mínum og næsti vetur fer alveg að komast á hreint. Ég er komin inn í einn "heilsukúrs" (bara lítill kúrs) og einn frumulíffræðikúrs. Var svo að sækja um líftæknikúrs og "mikrobiologikúrs" í tækniháskólanum og er búin að senda fyrirspurn um hvort ég geti komist í kórstjórn eða kammer í tónlistarháskólanum. Ég á hins vegar eftir að sækja um einn frumuefnafræðikúrs. Ef ég kemst inn í allt þetta verð ég í tvöföldu námi eða svo gott sem næsta vetur... það er kannski fullmikið (skoh, maður er farinn að læra af reynslunni ;)) en þá get ég bara valið úr það sem mér finnst mest spennandi (og passar í stundatöfluna).
Draumurinn er: Stærðfræðipróf í haust (góður draumur ha!), Frumulíffræði sept-okt/nóv, Heilsukúrs sep-jan, Líftækni sept-des. Svo væri gaman að fara í lítinn kórstjórnar eða kammermúsíkkúrs með... þá klára ég 32 einingar á haustönninni (20 er venjulegt... en ég er nátla að taka upp 10 e. stærðfræði sem ég trassaði...) plús mögulega smá músík sem ég lít nú bara á sem hobbý. Úff, gott að plana smá aksjón þegar maður er að drepast úr leiðindum. Ég er líka með smá samviskubit yfir leti síðasta árs... kannski ekkert gífurleg leti þannig séð, meira óheppni... en nú verður meiri harka! Það er reyndar alls ekkert víst að ég komist inn í tónlistarkúrsa eða tækniháskólakúrsa en þá tek ég bara e-n efnafræðikúrs (er ekki svo mikið má að skrá sig í bara í haust). Og ef í harðbakka slær er víst aldrei vandamál að komast inn í stærðfræðina, bara að mæta í fyrsta tíma svo þetta reddast.
Jábbs, þá er ég búin að hugsa upphátt.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

13 ágúst, 2006 08:22  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

18 ágúst, 2006 11:32  

Skrifa ummæli

<< Home