mánudagur, apríl 30, 2007

Tónleikar

Eða e-ð í þá áttina...
Íslendingakórinn söng á fundi eða skemmtun eða tónleikum eða hvað það nú var, hjá sænsk-íslenska félaginu í Malmö-Lundi.
Það var svosem búið að gefa til kynna að þetta væri svolítið sérstakur félagsskaður, meðalaldurinn um 80 ár t.d. en það hefði nú samt átt að vara okkur við þessu!
Þetta var s.s. aðalfundur hjá félaginu og hápunktur starfsársins eins og þeir sjálfir sögðu (jábbs, allt saman karlar nema konan með vídjókameruna) og endaði með tónleikum. Við vorum síðust á dagsskrá... æ, veit ekki hvernig ég get líst þessu! Sjálfur fundurinn tók kannski 2 mínútur, mjög líðræðislegt alltsaman þar sem formaðurinn spurði spurninga um hver yrði næsti formaður og svo framvegis og að ég held ritarinn og gjaldkerinn svöruðu með eins atkvæðisorðum og negar breytingar urðu á félaginu... frekar en síðustu 50 árin...
Síðan var komið að tónleikunum sem ritarinn hélt utanum. Það vill nefninlega svo skemmtielg til að hann e píanóleikari og tónskáld líka.... og hefur gaman af því að tala... fram komu margir misefnilegir söngvarar á öllum aldri og sunu allt of mörg lög. einhverjir höfðu boðað forföll og í stað þess að fella þau atriði út ákvað píanóleikarinn snjalli að fylla bara upp í prógrammið með... EINHVERJU! Bara einhverju sem honum datt í hug! svo talaði hann minnst jafnmikið og hann spilaði (samt spilaði hann með öllum söngvurunum). Á meðan á þessu öllu stóð sátum við í ungliðahreyfingu kórsins aftast og létum eins og verstu gelgjur, sendum sms og grettum okkur og kvísluðumst á. Um skemmtiatriðin sáu hins vegar frænka mína (7 ára sem ég var nýbúin að fylla af laugardagssælgæti) og jafnaldra hennar. Svo kom að okkur og vorum við best þó ég segi sjáfl frá. Og þó (komið að kvarti og hneyksli) að úr fjölmennustu röddinni hefði bara ein manneskja séð sér fært að mæta, pælið í því! Þá vorum við þokkalega góð... nema kannski í síðasta laginu. Frænka mín byrjaði með að gefa kolrangt tempó, mér varð svo mikið um að mér svelgdist á og þurfti að einbeita mér að því að halda áfram að syngja svo ég söng vitlausan texta sem setti hina út af laginu og leiddi til almenntra falskheitra... en við vorum samt best...
Svo hélt ég bara áfram að haga mér illa... fórum og fengum okkur að borða og Sigrún yfirgelgja var farin að skammast sín og það áður en ég drakk síderinn. Hann hafði reyndar öfug áhrif á mig (svona eins og ofvirku börnin og amfeTamínið) þannig að ég var nokkuð stillt eftir það.
Annars er frí í skólum í dag (alla vega Háskólum) og samkvæmt textavarpinu verða 54% ungmenna full í dag. Ekki ég, fékk mér nefninlega einn síder í gær og það ætti nú að duga út mánuðinn... eða bara út af því að ég er félagsskítur...

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

úff....maður krossar nú bara putta og þakkar fyrir að maður var ekki þarna ;)

kveðja
Þóra Marteins
p.s. hvenær fæ ég link á nýja bloggið?

30 apríl, 2007 15:32  
Blogger Guðrún said...

góð spurning... kannski bara núna :)

01 maí, 2007 12:37  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir linkinn :D

Þóra Marteins

01 maí, 2007 14:18  

Skrifa ummæli

<< Home