
Haldið að mér hafi ekki bara verið boðið í partí í kvöld, alvöru sænskt stúdentapartí. Ég fékk nett sjokk þegar ég opnaði fataskápinn minn og mundi að ég á bara settleg föt, engin megasvkvísupartíföt. Okkur Jonasi tókst þó í sameiningu að setja saman föt svo ég gæti villt á mér heimildum þetta kvöldið. Fyrir valinu urðu megapæjuunglingagallabuxurnar mínar sem ég er nýbúin að kaupa mér, gamall hippalegur bolur, megaskvísu leðurjakkinn minn (sem ég var sko löngubúin að gleyma) og skvísu kúrekastígvélin mín. Þið getið séð afraksturinn fyrir ofan og neðan ;)
Ég mætti í partíið á máturlegum tíma, hálftíma eftir boðaðan tíma eða kl 19:30. Þetta var s.s. partí hjá þremur strákum úr skólanum, ég er búin að vera að spila fótbolta með þeim í vor og aðeins í haust. Ég hafði nú ekki mikla trú á þessum elskum en það var bara svo huggulegt hjá þeim og svo voru þeir búnir að undirbúa þessar líka fínu snittur!
Sannir herramenn þar á ferð get ég sagt ykkur. Þrátt fyrir skvísuátfittið og snitturnar get ég ekki sagt að ég hafi átt mikið erindi þarna (nema náttúrulega til að borða snitturnar) svo ég borðaði snitturnar og átti í kurteisis samræðum við nokkra einstaklinga og sagðist svo þurfa að drífa mig í næsta partí (hahaha).
En ég sýndi þó alla vega smá lit!

...reyndar held ég að ég hafi sýnt meiri lit í einkamyndatökunni eftir að ég kom heim...