sunnudagur, desember 23, 2007

bíðibíð...

Jæja, nú er búið að þrífa allt hátt og lágt, næstum búið að pakka og bara nákvæmlega allt tilbúið fyrir Íslandsför :)
Það eru hins vegar enn 2 tímar í brottför og ég veit ekkert hvað ég á að gera við allan þennan tíma :Þ
Annars er svo fín ljósin hjá mér og jólablómin og öll kertin að ég er strax farin að hlakka til að koma aftur heim ;)
Hlakka samt enn meira til að koma heim til Íslands :)

Gleðileg jól allir saman

laugardagur, desember 15, 2007

Smá dokkjúmentasón

Frænka mín að brillera á tónleikunum sínum

Ég á leiðinni á fyrra ballið tilbúin að syngja Bugsy Malone með fjaðrir um hálsinn (ég hef ekki hugmynd um af hverju stafirnir eru bláir og það er lína undir)
orðið svolítið jólalegt í stofunni
Líka jól í eldhúsinu


smákökur (frá mömmu) og "smá"kökur (frá mér) á sama fati

Læt eins og ekkert sé...

ég skildi víst við ykkur á bókasafninu... þangað hef ég varla komið síðan ég skrifaði þá færslu!
ég hef hins vegar gert ýmislegt annað.

Fékk mömmu í heimsókn
fékk smákökur frá mömmu
fór til Uppsala að hlusta á móðursystur mína brillera á tónleikum

dróst aftur úr í skólanum

Söng Bach och Bäck á tónleikum með fína kórnum mínum með enn fínni stjórnanda (Dan-Olof Stenlund)

skipulagði rúmlega 100 manna ball (með "smá" hjálp, takk fyrir hjálpina b.t.w. ;)... smá innansveitarhúmor hér...)
söng um Bugsy Malone með fjaðrir um hálsinn

bakaði "smá"kökur úr 20 eggjahvítum

hét því að vinna upp letina í skólanum

varð þá veik

dróst aftur úr í skólanum
Skráði mig á facebook?!??

hélt annað ball, 120 manns þar af 50% undir 7 ára aldri
söng úr mér lungun
missti röddina

missti af síðustu æfingu fyrir jólatónleika með fína kórnum mínum
missti af tónleikum með fína kórnum mínum

fór í fýlu yfir hvað þetta er illa skipulagður kúrs og leiðinlegir bekkjarfélagar

missti Jonas í jólaboð...til Spánar!

Mætti á generalprufu fyrir aðra jólatónleika með fína kórnum mínum
söng úr mér lungun.... minnst 7 sinnum... á æfingunni
missti af öðrum jólatónleikum með fína kórnum mínum


keypti allar jólagjafir

ákvað að gerast söngleikjastjarna.