fimmtudagur, júní 01, 2006

Prófið búið

og það er vel
Útúrdúr: Litla frænka mín svarar alltaf þegar maður spyr hvað hún segi gott "vel". Hún er kannski svona lunkin í "forníslensku" eða hvað maður getur kallað það.
Prófið gekk bara alveg ágætlega... veit það samt ekki alveg nógu vel... reiknaðist til að ég gæti veirð með á bilinu 30- 70 af 80. Við skulum vona að það hafi verið rétt rúmlega 60 ;)
Skrifaði að vetnisgas væri framleitt með "elektrólýsu" af vatni þó ég hefði eiginelga vitað að það væri framleitt úr metani (CH4)... kunni bara ekki þá aðferð, er líka viss um að ef vetnisgas væri framleitt á íslandi væri þessi "elektrólýsa" notuð! Enda erum við ekkert sérstaklega að spara rafmagnið.
Ég er búin að hlakka til að taka til í rúma viku! Það að ég hef hlakkað til tiltektar lýsir víst best ástandinu á heimilinu... til að' tryggja tiltekt buðum við fólki í mat í kvöld. Nú er klukkan 17:00. Jonas er að sendast og ég sit við tölvuna. Það er enn ótiltekið og gestirnir koma eftir 2 tíma... ég sem var farin að undirbúa stórhreingerninguna ðí smáatriðunm í huganum sé bara fram á bráðabirgðahreingerningu í þetta skiptið :Þ
Best að drída sig í það svo að ég nái nú alla vega lámarksstandard...

4 Comments:

Blogger Guðrún said...

takk takk :)
hélt sko upp á það með ærlegu áti ;)

02 júní, 2006 01:46  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með að vera búin og verði þér að góðu ;)

04 júní, 2006 01:35  
Anonymous Nafnlaus said...

Your website has a useful information for beginners like me.
»

04 júlí, 2006 17:03  
Anonymous Nafnlaus said...

Great site loved it alot, will come back and visit again.
»

17 ágúst, 2006 08:20  

Skrifa ummæli

<< Home