fimmtudagur, janúar 31, 2008

Nostalgía

Fengum okkur ís með perum úr dós í eftirmat í dag. Það minnir mig sko á gamla tíma. Við fengum oftar en ekki ís með perum úr dós og súkkulaði ísingu í eftirrétt á sunnudöum þegar ég var yngri. Ég bjó meira að segja (alveg óvart) til hálfgerða súkkulaðiísingu á ísinn svo þetta var bara nánast alveg eins.
Svolítið stress blandað við alveg heilmikið kæruleysi hér þar sem ég er að fara að halda kynningu í fyrramálið á tilrauninni (með svínshjartað) sem við höfum verið í 2 síðustu vikur. ég er búin að vera súpersamviskusöm í tilraununum, ótrúlega dugleg í öllum útreikningum, skil algjörlega allt en er svo ótrúlega löt við að undirbúa mig fyrir kynninguna. Úff, verður bara að reddast því ég er sko farin að sofa.
Svo þegar ég er búin að kynna verkefnið er komið óendanlega langþráð helgarfrí! Ég hlakka til að þrífa og hanga fyrir framan sjónvarpið og fara að versla í matinn og elda góðan mat. jamm, það hefur verið mikið að gera síðustu vikur...

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel með kynninguna

01 febrúar, 2008 05:20  
Blogger Guðrún said...

Takktakk
Ótrúlegt en satt þá gekk þetta nú ekkert svo hræðilega illa! Hefði að sjálfsögðu getað gengið mun betur en ég lifði þetta alla vega af ;)

01 febrúar, 2008 15:31  
Anonymous Nafnlaus said...

Þða var nú gott:) Ég hafði fulla trú á þér;)

03 febrúar, 2008 19:24  

Skrifa ummæli

<< Home