fimmtudagur, janúar 24, 2008

Svínshjörtu, lifur, spínat, mödlur og ger

Hvað á þetta allt saman sameiginlegt?
Jú, í dag vorum við að mixxa og merja þetta niður í litlar einingar og byrja að einangra ákveðin prótein.
Þetta leit hálfeinkennilega í morgun þegar hver hópur fyrir sig var með venjulegan heimilismixer að mixa niður e-ð matarkyns.
ég og félagi minn ætlum að hreinsa hexokinas úr svínshjörtum og gengur bara svona líka ljómandi vel! Erum búin að hómógenisera, athuga hvort það sé virkni í gumsinu okkar, ákvarða heildar próteinmagnið og athuga hvort próteinið okkar þolir saltið sem við ætlum að nota til að ná próteininu okkar úr gumsinu.
ótrúlega gaman að fá að ráða sjálfur (ekki einu sinni innan skynsamlegra marka, ef við erum út í móa og spyrjum ekki ráða fáum við sko bara alveg að vera úti í móa, ef við spyrjum ráða fáum við nú samt alltaf hjálo ;))
Þrátt fyrir skemmtilegheit er þetta ansi krefjandi og þar af leiðandi er heilinn minn ansi freðin svo ég held ég láti þetta nú bara gott heita

ps: ég flýg til Sigrúnar á morgun eftir tilraunina! Flýg kl 17:45 og tilrauninni líkur kl 17:00... það tekur 45 mín að keyra út á völl, ekkert mál fyrir Jón Pál ;)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Náðirðu fluginu? ;)

26 janúar, 2008 11:45  
Blogger Guðrún said...

jamm, náði sko heldur betur fluginu!

27 janúar, 2008 12:05  
Anonymous Nafnlaus said...

Töff ;)

27 janúar, 2008 21:54  

Skrifa ummæli

<< Home