föstudagur, janúar 11, 2008

Að bjarga heiminum

Ég fæ stundum gífurlega löngun til að bjarga heiminum á einu bretti! Fæ kannski e-a "snilldarhugmynd" yfir skólabókunum og fyrr en varir er ég búin að ýta bókunum til hliðar og er komin langleiðina með að skipuleggja eitthvert stórvirkið. Ég á í erfiðleikum með að sofna um kvöldið fyrir spenningi um kvöldið og get ekki beðið eftir að hrinda verkefninu í framkvæmd daginn eftir. Ákafinn er hins vegar löngu horfin þegar vekjaraklukkan er búin að hringja tvisvar og ég enn að velta því fyrir mér hvernig ég eigi að komast fram úr rúminu.
Í vetur var ég að lesa tvo kúrsa um algjörlega óskyld efni, annars vegar matvælaframleiðslu og hins vegar örverur. Í báðum tilvikum var komið inn á "vonleysið í Afríku".
Í matvælakúrsinum voru nokkur atriði sem gripu mig: það er til nógur matur í heiminum, hann er bara á vitlausum stöðum. Áburðurinn sem notaður er í dag, á þegar auðuga jörð, á Vesturlöndum til að nú fram nokkurra prósentu aukningu í uppskeru myndu skila margfalt meiri árangri á sendinni jörð í Afríku. Þar hafa bændurnir hins vegar ekki efni á þessum áburði (frekar en erfðabættu korni sem líka myndi auka uppskeruna). Ef þeir gætu eignast þennan áburð myndu þeir hins vegar hafa efni á áburðinum ef þið skiljið...
Í örverukúrsinum voru það að örverurnar sem herja mun meira á Afríku en okkur hér á Vesturlöndum öll þessu snýkjudýr sem valda vanlíðan og dauða. Mörg vandamálin væri auðvelt að uppræta með bættu hreinlæti og ég tala nú ekki um örlitlum sýklalyfjum sem eru sjálfsögð hér á Vesturlöndum.
Að lesa þetta allt á sama tíma fékk mig til að hrinda af stað gríðarstóru verkefni (í huganum). Það versta er að ég get ómögulega munað í hverju verkefnið fólst, man bara að ég ætlaði að fá Ólöfu alþjóðaviðskiptafræðing með mér í lið og fá svo allan saumaklúbbinn með okkur í hugmynda vinnu og annað...
ojæja, ég get alla vega huggað mig við það öll þessi meindýr sem herja á Afríkulöndin hafa líklega orðið til þess að ofnæmi er mun óalgengara þar en á Vesturlöndum þar sem aumingjas IgE antikropparnir hafa ekkert betra að gera en að mynda ofnæmi...

1 Comments:

Blogger Ólöf said...

Úff já Guðrún, hvað það væri gaman ef við tvær gætum bjargað heiminum. Ræðum það næst þegar þú ert á klakanum!

13 janúar, 2008 21:32  

Skrifa ummæli

<< Home