föstudagur, janúar 11, 2008

Minna en vika í próf

og ég held geðheilsunni... enn um sinn!
Búin að vera eins og fyrirmyndarnemandi síðan eftir jólafrí (þ.e. í rúma viku) og hef hugsað mér að halda því áfram fram að prófi.
Enda held ég mér veiti ekkert af ef ég ætla að ná þessu prófi. [pirr byrjar] Ég tel mig nú alls ekkert treggáfaða, mætti kannski vera samviskusamari stundum en í þetta eina skipti er bara engan vegin hægt að kenna slæmri ástundun um stöðuna hjá mér. Vandamálið er leti og skipulagsleysi og nú, í fyrsta skipti, ekki mín leti eða skipulgasleysi heldur kennarans!
Stundataflan breytis frá degi til dags, við höfum fengið um 70% fyrirletranna sem stóðu á stundaskránni og 2 tilraunir af 8. Og já, dagsetningunum á báðum þessum tilraunum var breytt með minna en viku fyrirvara þannig að ég gat ekki einu sinni gert þær báðar!
Í dag breytti kennarinn próftímanum (ekki svo alvaralegt reyndar er 8-13 í staðin fyrir 9-12 sem þýðir jú bara meiri tími) og ákvað að segja okkur hvað væri til prófs á þriðjudaginn í næstu viku í staðin fyrir í dag, síðasta skóladag.
Og já, við erum með 2 hnausþykkar bækur í þessum kúrsi sem eru báðar mjög lélegar (já, kennarinn viðurkennir það sjálfur) og enga lestraráætlun, engin verkefni og bandvitlaus fyrirheit um fyrirlestra í stundaskránni. Stuð að undirbúa sig fyrir próf ha?
Nei, hann fær ekki fallega umsögn frá mér kennarinn. [pirr endar]

Annars segi ég nú bara allt gott, ég og Jonas tökum gymmið með trompi svona í byrjun árs, óskandi að það endist í meira en 2 vikur :Þ

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home