þriðjudagur, janúar 08, 2008

Svona í tilefni fyrri pósts af því ég er svo rammpólitísk eða þannig..

Ég bara get hreinlega ekki orða bundist! Ég lofa lofa lofa að skrifa ekki fleiri svona blogg alla vega næsta mánuðinn.
Rakst s.s. inn á þetta blogg í gær svosem ekkert í fyrsta skipti og ótrúlegt en satt þá er ég bara ekki alveg sammála.
Hann er s.s. að tala enn eina ferðina um "alla" þessa hræðilegu innflytjendur á Íslandi sem gera ekki annað en að stela, svíkja og sníkja af kerfinu (ehe, kannski pínu skreytt hjá mér) og er það heilbrigðiskerfið í þetta skipti. Honum finnst s.s. ekki sjálfsagt að útlendingar fái sömu þjónustu og Íslendingar frá heilbrigðiskerfinu enda eru þeir ekki búnir að vera að borga skatta í mörg ár til að byggja upp kerfið. Og þar sem þeir útlendingar sem á annað borð borga skatta eru með svo lág laun, þá duga laun þeirra nú ekki langt til þess að halda heilbrigðiskerfinu uppi. Jamm, þá fékk ég einmitt þessa snilldar hugmynd að meina bara eldri borgurum aðgang að íslenska heilbrigðiskerfinu, enda borga þeir nánast enga skatta og eru þess vegna ekkert nema byrði eða hvað? Félagi var nú ekki alls kostar sáttur við þennan hroka í mér (greinilegt að írónía kemst ekki til skila á netinu) enda er þetta fólk búið að byggja upp landið og þar með talið heilbrigðiskerfið.
Aha! Byggja upp landið. Hvað hafa einmitt þessir útlendingar verið að gera? Jú, byggja upp landið. Byggja virkjanir, byggja hús og þeir sem ekki hafa verið að byggja upp landið hafa verið að halda heilbrigðiskerfinu gangandi sem sjúkraliðar og ummönnunaraðilar!
Ég held að allt of margir Íslendingar séu of uppteknir af sínum litla nafla. Hvað með okkur Íslendinga sem búum erlendis?
Nú bý ég í Svíþjóð og borga ekki krónu fyrir að vera í háskólanámi hér. Ég fæ alla þá læknisþjónustu sem ég þarf (þó heilbrigðiskerfið hérna sé alveg fáránlega þunglamalegt þá er það alla vega jafnt fyrir alla) og enn ódýrara en heima. Ég fæ meira að segja 2000 SEK á mánuði fyrir það eitt að vera í háskóla og gæti fengið lán upp á 6000 SEK í viðbót ef ég vildi frá sænska LÍN. Þrátt fyrir þetta hef ég ekki borgað krónu í skatt í þessu landi, er meira að segja með skattalega heimilisfesti á Íslandi og engin finnur að þessu eða hvað?
Þá gætu sumir sagt: "en þetta er jú innan Norðurlandanna". Eigum við þá að ákveða það landfræðilega hvaða þjóðir eiga að fá að nota íslenska heilbrigðisþjónustu, eða enn betra, veita þeim þjónustu sem koma frá löndum sem okkur þætti spennandi að búa í?
Sumir gætu reynt að malda enn í móinn og segja: "fólk frá löndum sem er ekki með sambærilega þjónustu ætti ekki að fá þá þjónustu á Íslandi". Úff. Er ekki allt í lagi að Ísland fari að gefa aðeins til baka? Það er ekkert sjálfgefið að þiggja bara endalaust og hjálpa bara þeim sem geta hjálpað sér sjálfir! Ísland er eitt af allra ríkustu þjóðum heims og ég held það færi nú ekkert alveg með okkur að aðstoða aðra svona annað slagið og hana nú.

7 Comments:

Blogger Vestfirðingurinn said...

Heyr, heyr!

09 janúar, 2008 23:44  
Blogger Ólöf said...

Alveg er ég sammála þér Guðrún. Sérstaklega með þetta að það er ekki sama hvaðan útlendingarnir koma. Enginn fer að setja út á það ef Breti eða Ástrali nýtir sér heilbrigðiskerfið en um leið og það er Pólverji eða Lithái þá er það allt í einu orðið verra?!? Hvað er málið? Fólk virðist líka einmitt gleyma því að Íslendingar hafa líka full af réttindum í öðrum Evrópulöndum til jafns við aðra Evrópubúa...fegurðin við ESB og EES...en sumum finnst bara skemmtilegra að berja höfðinu í steininn heldur en hugsa rökrétt.

11 janúar, 2008 18:11  
Blogger Guðrún said...

Takk stelpur.
Ólöf: eins og talað út úr mínu hjarta... þ.e. hefði ég farið í alþjóðasamskipti ;)
Berja höfðinu í steininn, nákvæmlega!

11 janúar, 2008 21:24  
Anonymous Nafnlaus said...

Pretty! This has beеn аn incrediblу wonderful аrtіcle.
Many thanks fоr supplying this informatіon.



My blog post - Dallas Auto Insurance

16 febrúar, 2013 07:50  
Anonymous Nafnlaus said...

Genеrally I dо not rеаd artiсle on blogs, but I ωish to sаy that this write-up verу pгessured me to сheck out anԁ do so!
Your writing style has beеn аmаzed mе.
Thank you, quitе grеat artiсle.

Feеl free to visіt my ωеblοg :
: how to use a digi q

19 febrúar, 2013 06:05  
Anonymous Nafnlaus said...

Ηi! I could have sωorn I've visited this web site before but after going through a few of the posts I realized it's new to me.
Νοnetheless, Ι'm certainly happy I discovered it and I'll bе
bookmаrκіng it anԁ checking back гegulaгlу!


Ηerе iѕ my ωeb blog :: www.streetsmarttaxi.com

28 febrúar, 2013 06:57  
Anonymous Nafnlaus said...

Үοu really make it appeаг rеally easy along with yоur presentatіon howeѵеr I tо fіnd thіs
mаttеr to be really οne
thіng that I bеlieѵе I might never underѕtanԁ.
Ιt kind of fеels too compleх and very wіde for me.

I'm taking a look ahead for your subsequent submit, I will try to get the grasp of it!

Here is my page: Seo company dallas tx

02 apríl, 2013 08:44  

Skrifa ummæli

<< Home