föstudagur, janúar 18, 2008

Búin

og gekk bara ágætlega, hefði samt alveg mátt ganga betur því ég held ég sé alveg á mörkunum með að fá VG, bölvaðir þurftu að hafa mörkin við 80% en ekki 75%.
Prófið var alveg nákvæmlega eins og kúrsinn, algjörlega út í hött!
Reyndar var prófið sjálft næstum því nákvæmlega eins og ég bjóst við (enda fór kennarinn í gengum prófið í síðasta tíma fyrir próf, nánast lið fyrir lið meira að segja með prófið fyrir framan sig).
Fyrst átti prófið að vera frá 9-12 en því var breytt í 8-13 (með alla vega 2 vikna fyrirvara svo ekki er hægt að kvarta yfir því!). Í síðasta tíma fyrir próf sagði hann hins vegar að við mættum bara alveg ráða hvenær við kæmum í prófið, ef við gætum ekki hugsað kl þá bara koma kl 9, ekkert mál! Það var heldur ekki svo nojið hversu lengi við sætum í prófinu, ef við værum ekki búin kl 13 þá bara hættum við þegar við værum búin. Ferlega næs bara ha. Heyrðu, svo mæti ég í prófið kl 8 stundvíslega og þá segir kennarinn að við getum sótt prófið á borðið þarna en hann þyrfti að fara til læknis (var með e-a augnsýkingu). Sagði líka að við þyrftum nú ekki að sitja svona dreift, gætum nú alveg setið hliðina á hvort öðru (?!). Svo fór hann og skildi okkur ein eftir með símanúmerið hans á töflunni! Kom reyndar klukkutíma seinna en þar sem engin hafði spurningar fór hann bara aftur. Næs.
Ég hlýt bara að vera orðin svona hræðilega sænsk en mér fannst þetta alveg fáránlegt og hefði sko bara viljað hafa þetta stíft með prófvörðum og maður fái ekki að taka prófið ef maður kemur meira en 45 mín. of seint og að sjálfsögðu að maður þyrfti að sýna skilríki og allan þann pakka.
Annars er ég andlaus, ekki þreytt samt og ekkert spennufall... ætla bara samt að hanga í tölvunni og horfa á sjónvarpið það sem eftir lifir dags!

Guðrún

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku :)
Já, frekar skrýtið að vera í svona líbó prófi... Góða skemmtun við að hangsa í tölvunni, vona að þú gerir e-ð gagnlegt þar... Annað en ég er að gera núna þegar ég ætti að vera að pakka niður!
Sjáumst!

18 janúar, 2008 14:38  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju:) Gott plan að hanga í tölvunni og horfa á sjónvarpið:)

19 janúar, 2008 18:05  

Skrifa ummæli

<< Home