Ég verð að hætta þessu netráfi!
Þetta er náttúrulega algjör tímaþjófur og núna undanfarið hef ég verið að lenda inn á ýmsum "moggabloggum" með "póltískum áróðri". Ég sem nenni sko engan vegin að velta mér upp úr pólitík og les varla fréttir heldur fæ mínar "fréttir" gegnum blogg hjá kuunningjum, get orðið alveg brjál þegar fólk er að segja e-a vitleysu eða er ósanngjarnt.Eins og kjáninn sem var á móti banninu við reykingum. Það sem mér finnst kannski mest frústrerandi við það eþgar fólk er að segja e-a vitleysu er að ég er vonlaus í rökræðum!
Ég hætti í raun að pirrast yfir vitleysisgangnum í þeim sem skrifar og byrja að pirrast yfir því að ég geti ekki rökstutt af hverju hann er vitlaus og hafi vitlausar skoðanir... rakst t.d. á þessa grein áðan og ætlaði bara að láta ykkur vita að mér finnst þessi gaur asni.
En eftir að hafa lesið greinina og hverja einustu athugasemd rifjaðist upp fyrir mér "grein" sem ég samdi í huganum í haust held ég þegar var verið að ræða innflitjendamál á íslandi.
Ég er Íslendingur sem bý í útlöndum. Svíþjóð er kannski ekki mikil "útlönd" en útlönd engu að síður. Á Íslandi er mikið rætt um Pólverjana/Fipplippseyingana eða hverjir það nú eru sem hópa sig saman og umgangast bara samlanda sína, búa jafnvel öll í sama hverfinu og tala varla íslesku, pælið í því? Áður en ég flutti ingað til Lundar vissi ég að hér væri starfandi íslendinga félag og íslendingakór. Ég frétti líka af því að flestir Íslendingarnir væru búsettir á "Kjammanum" sem er nafn sem Íslendingar hafa gefið ákveðnu hverfi hér í Lundi. Ég ætlaði sko heldur betur að passa mig á þessari Íslendingamafíu, enda ekkert fáránlegra en að flytja úr landi til að "breikka sjóndeildarhringinn" og umgangast svo bara íslendinga! Í stuttu máli sagt, þá hef ég búið hér í tæp tvö ár. Ég er gift Svía og hitti fjölskyldu hans annað slagið. Skólafélagar mínir eru allir Svíar (í augnablikinu alla vega) en engu að síður umgengst ég bara Íslendinga! Ég er í saumaklúbb bara með íslendingum, ég stjórna kirkjuskóla bara með íslenskum börnum, ég er í kór bara með íslendingum ég horfði á íslensku júróvisjónútsláttarkeppnina með bara íslenskum vinum og íslensku sælgæti. Við vorum meira að segja að kaupa okkur íbúð sem er nær Íslendinganýlendunni!
Ég gæti haldið endalaust áfram og sagt ykkur frá því að margir af mínum kunningjum tala mjög lélega sænsku þó þeir hafi búið hér í þónokkurn tíma, þeir þurfa einfaldlega ekki á henni að halda, þeirra samskipti eru flest við íslendinga og ef ekki bjarga þeir sér á ensku (eða á einfaldri sænsku). Öllum finnst nú lífsnauðsynlegt að redda sér íslensku páskaeggi og helst páskalambi líka, ekki séns að maður kaupi sér sænskt páskaegg og sænski páskamaturinn er nú bara brandari. Látið mig nú ekki byrja að tala um jólamatinn og hefðirnar (það hátíðlegasta við aðfangadag er þegar allir setjast niður til að harfa á teiknimyndir í sjónvarpinu!!)... Mér finnst lífsnauðsynlegt að hitta íslendinga annað slagið til að geta "pústað" aðeins á íslensku (vinsælt umræðuefni er greyning á sænsku þjóðarsálinni, ekkert alltaf fallegt get ég sagt ykkur)og mér finnst ekkert athugavert við það að íslendingar í útlöndum reyni að halda í íslenskar hefðir enda erum við stolt af landi og þjóð þó við búum annars staðar. Er þá e-ð athugavert við það að útlendingar á Íslandi haldi hópinn og haldi í sínar hefðir og tungumál?
Ég hætti í raun að pirrast yfir vitleysisgangnum í þeim sem skrifar og byrja að pirrast yfir því að ég geti ekki rökstutt af hverju hann er vitlaus og hafi vitlausar skoðanir... rakst t.d. á þessa grein áðan og ætlaði bara að láta ykkur vita að mér finnst þessi gaur asni.
En eftir að hafa lesið greinina og hverja einustu athugasemd rifjaðist upp fyrir mér "grein" sem ég samdi í huganum í haust held ég þegar var verið að ræða innflitjendamál á íslandi.
Ég er Íslendingur sem bý í útlöndum. Svíþjóð er kannski ekki mikil "útlönd" en útlönd engu að síður. Á Íslandi er mikið rætt um Pólverjana/Fipplippseyingana eða hverjir það nú eru sem hópa sig saman og umgangast bara samlanda sína, búa jafnvel öll í sama hverfinu og tala varla íslesku, pælið í því? Áður en ég flutti ingað til Lundar vissi ég að hér væri starfandi íslendinga félag og íslendingakór. Ég frétti líka af því að flestir Íslendingarnir væru búsettir á "Kjammanum" sem er nafn sem Íslendingar hafa gefið ákveðnu hverfi hér í Lundi. Ég ætlaði sko heldur betur að passa mig á þessari Íslendingamafíu, enda ekkert fáránlegra en að flytja úr landi til að "breikka sjóndeildarhringinn" og umgangast svo bara íslendinga! Í stuttu máli sagt, þá hef ég búið hér í tæp tvö ár. Ég er gift Svía og hitti fjölskyldu hans annað slagið. Skólafélagar mínir eru allir Svíar (í augnablikinu alla vega) en engu að síður umgengst ég bara Íslendinga! Ég er í saumaklúbb bara með íslendingum, ég stjórna kirkjuskóla bara með íslenskum börnum, ég er í kór bara með íslendingum ég horfði á íslensku júróvisjónútsláttarkeppnina með bara íslenskum vinum og íslensku sælgæti. Við vorum meira að segja að kaupa okkur íbúð sem er nær Íslendinganýlendunni!
Ég gæti haldið endalaust áfram og sagt ykkur frá því að margir af mínum kunningjum tala mjög lélega sænsku þó þeir hafi búið hér í þónokkurn tíma, þeir þurfa einfaldlega ekki á henni að halda, þeirra samskipti eru flest við íslendinga og ef ekki bjarga þeir sér á ensku (eða á einfaldri sænsku). Öllum finnst nú lífsnauðsynlegt að redda sér íslensku páskaeggi og helst páskalambi líka, ekki séns að maður kaupi sér sænskt páskaegg og sænski páskamaturinn er nú bara brandari. Látið mig nú ekki byrja að tala um jólamatinn og hefðirnar (það hátíðlegasta við aðfangadag er þegar allir setjast niður til að harfa á teiknimyndir í sjónvarpinu!!)... Mér finnst lífsnauðsynlegt að hitta íslendinga annað slagið til að geta "pústað" aðeins á íslensku (vinsælt umræðuefni er greyning á sænsku þjóðarsálinni, ekkert alltaf fallegt get ég sagt ykkur)og mér finnst ekkert athugavert við það að íslendingar í útlöndum reyni að halda í íslenskar hefðir enda erum við stolt af landi og þjóð þó við búum annars staðar. Er þá e-ð athugavert við það að útlendingar á Íslandi haldi hópinn og haldi í sínar hefðir og tungumál?
8 Comments:
100% sammála þér Guðrún. Þar sem eru tveir eða fleiri Íslendingar er Íslendingafélag og fólk verður að reyna að muna aðeins eftir því þegar það skammast út í útlendinga sem búa hér og halda hópinn með sínum samlöndum. Ég verð samt að segja að mér finnst að fólk eigi að leggja svolítið á sig til þess að læra málið sem talað er í landinu sem það býr í, og þá er alveg sama hvort um er að ræða Íslendinga í Svíþjóð eða á Haítí eða Pólverja eða Dani eða hvað sem er á Íslandi. Auðvitað á fólk misauðvelt með að læra tungumál og ef það gengur illa verður bara að hafa það, en það geta allir reynt.
Jæja, orðið nógu langt held ég... :o)
Ég er mjög sammála þér Guðrún. Ég áttaði mig líka á þessu þegar ég flutti til Danmerkur, það er bara svo gott að geta tjáð sig á móðurmálinu og þurfa ekki stanslaust að útskýra hvað maður er að tala um og húmorinn og svo framvegis.
Uff ja humorinn! Eg er alveg buin ad gefast upp a ad reyna ad vera fyndin og snidug a saensku, tad misskilja mig allir! Audvitad eiga allir sem bua i utlandi ad laera utlesnku og flestir gera nu e-d i tvi en tad er samt alveg otrulegt hvad madur "kemst upp med" ad laera litid ef madur a ekki i neinum miklum samskiptum vid heimamenn ;)
Svo erum við íslensku stelpurnar í Lundi bara svo skemmtilegar ;o)
Shit Guðrún þú áttir ekki að benda mér á þessa grein, nú er ég komin í brjálað skap:( og gæti átt það til að svara bjánanum (held samt að ég sleppi því-er varla svara verður)
Mesti brandarinn er svo þegar gaurinn skrifar um áhugamál sín sem eru m.a. "Ferðalög til hinna ýmissu menningarheima."
Mig langar soldið að spyrja hann hvort hann hafi búið erlendis, maður spyr sig að því hvort eitthvað af þessu frjálslynda liði hafi prófað að búa í Kína, Filippseyjum eða eitthvað álíka, bara svona að spá hversu snöggir þeir væru að læra málið og svona. Íslendingar mættu vera duglegri að setja sig í spor annarra, reyna að setjast hinum megin við borðið og pæla í hvernig það er.
Æi anyway, best að hætta að hugsa um þetta, trúi ekki að fólk sé svo vitlaust að trúa þessu bulli.
Best að fara að hugsa um eitthvað skemmtilegra.
Já, þetta er bara pínlegt. Það mætti benda drengnum á að Ísland ætti í raun að flokkast með vanþróuðum ríkjum þar sem það búa fleiri Íslendingar í útlöndum heldur en útlendingar á Íslandi... :)
Blessuð Guðrún og takk fyrir greinina, ég varð hins vegar að hætta að lesa greinina eftir hálfvitann sem að þú bentir á enda komin í vont skap..
Ég er að flytja til Stokkhólms en ekki Lundar :( en eru Sigrún og Erling ekki að flytja til Stokkhólms?? Þá verður þú bara að koma í heimsókn til okkar allra :)
María M
Hæ María!
Já, Sigrún og Erling fara víst til Uppsala þó ég hafi gert ýmislegt til að reyna að sannfæra þau um að koma til Lundar. Erlingi fannst víst e-ð atriði að þeir væru ekki með neitt í gangi á hans sviði... Ég kem sko pottþétt uppeftir og heilsa upp á ykkur!
Skrifa ummæli
<< Home